19.5.2010 | 13:14
Svart á flestum bæjum
Þegar "kreppan" skall á hvað harðast voru það fasteignasalar og arkitektar sem fyrstir voru til að kvarta undan "samdrætti" eftir dágóða vertíð "góðærisins" meðan láglaunafólk sem og aðrir atvinnuþrælar þjóðfélagsins voru að missa vinnuna. Nú hefst kveinið hjá ferðaþjónustunni fyrst allra í gosinu.
Ég kom með 200 manna þotu frá London á laugardaginn og sá ekki betur en ca 80% farþega voru erlendir túristar, mest áberandi japanir. Það hlýtur að segja eitthvað um að ferðaþjónustan sé nú ekki alveg að fara á hausinn hér á landi. Það er nú bara rétt rúmlega miður maí. Það er "hróflað" við gósentíð ferðaþjónustunnar sem og öðrum gósentíðum. Hingað til hefur ekki verið hægt að slökkva á gosum.
Svörtustu spárnar hafa ræst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Harpa Karlsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei og Ólafur Ragnar Grímsson getur ekki gert neitt í því heldur jafnvel þótt hann sé forseti.
Sigurður Haraldsson, 19.5.2010 kl. 13:53
Jæja Harpa. Ef þér er ósárt um þó að ferðaþjónustufyrirtækin lendi í hremmingum eða fari á hausinn, þá hlýtur þér líka að vera sama um þó fólkið sem þar vinnur missi atvinnuna. Líklega þurfum við ekki heldur á að halda gjaldeyrinum sem túristarnir koma með til landsins, eða hvað?
Þórir Kjartansson, 19.5.2010 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.